Vilja vinna íblöndunarefni í steypu úr Stapafelli
Fyrirtækið Greencraft hefur farið þess á leit við Reykjanesbæ að sveitarfélagið gefi fyrirtækinu viljayfirlýsingu, sem segi til um það að sveitarfélagið leggist ekki gegn áformum fyrirtækisins að svo stöddu.
Áform fyrirtækisins eru að vinna efni úr Stapafelli, undir námuleyfi ÍAV, sem eftir meðhöndlun fyrirtækisins verði hægt að nota sem íblöndunarefni og til að skipta út sementi við gerð steinsteypu.
Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var erindinu frestað og óskað eftir nánari gögnum.