Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 16. mars 2001 kl. 12:00

Vilja viðhald fyrir Landhelgisgæzluna og NATO í Keflavík

Flugleiðir hafa áhuga á að bjóða í viðhald á flugflota Varnarliðsins og Landhelgisgæzlunnar. Þetta kemur fram í samþykktum aðalfundar félagsins.Tillaga um að hvetja til útboðs á viðhaldsverkefnum Landhelgisgæslunnar
“Aðalfundur Flugleiða hf. haldinn 15. mars 2001 beinir því til stjórnar félagsins að hún láti kanna hug stjórnvalda til að láta fara fram útboð á viðhaldsverkefnum Landhelgisgæslunnar í því augnamiði að ná fram hagkvæmni og sparnaði í rekstri og útgjöldum þeirrar stofnunar. Jafnframt verði kannaðir möguleikar Flugleiða á að bjóða í slík verkefni með það fyrir augum að ná fram hagræðingu í rekstri viðhaldsstöðarinnar á Keflavíkurflugvelli.”
Tillagan var samþykkt samhljóða

Tillaga um könnun á möguleikum þátttöku í flugvélaviðhaldi fyrir varnarliðið
“Aðalfundur Flugleiða hf. haldinn 15. mars 2001 beinir því til stjórnar félagsins að hún láti kanna möguleika á að þátttöku félagsins í flugvélaviðhaldi Nato og varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli”
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024