Vilja úttekt á samningum Sandgerðisbæjar og Fasteignar
Bæjarfulltrúar S-lista Samfylkingar og óháðra og B-lista Framsóknarflokks í Sandgerðisbæ leggja það til fyrir bæjarstjórnarfund í dag að óháður sérfróður aðili verði fenginn til að gera úttekt á samningum Sandgerðisbæjar og Eignarhaldsfélagsins Fasteignar. Mbl.is greinir frá þessu í morgun.
Árið 2004 var fyrsti samningur Sandgerðisbær og Eignarhaldsfélagsins Fasteignar gerður um sölu og endurleigu eigna. Í þeim samningi opnast sá möguleiki fyrir bæjarfélagið að kaupa eignir sínar til baka á fimm ára fresti. Sandgerðisbær á því kost á því í ár að kaupa fyrri eignir sínar til baka af Eignarhaldsfélaginu Fasteign, hefur mbl.is eftir bæjarfulltrúa S-listans.
S-listi og B-listi leggja það það til að skýrsla úttektaraðila verði lögð fyrir bæjarstjórn þannig að bæjarfulltrúar geti stuðst við hana í ákvörðun sinni um það hvort hagkvæmt sé að Sandgerðisbær nýti sér endurkaupsréttinn á árinu 2009.
www.mbl.is