Vilja úttekt á kostum þátttöku bæjarsins í SSS
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum í gær að gerð verði úttekt á kostum þess fyrir Reykjanesbæ að taka þátt í samstarfi sveitarfélaga á Suðurnesjum innan Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Í greinargerð með tillögunni segir að liðin séu 10 ár frá því sveitarfélagið Reykjanesbær varð til við sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna og að önnur sveitarfélög hafi hafnað því að vera með í þeirri sameiningu. Í greinargerðinni segir að við sameininguna hafi orðið til öflugt sveitarfélag á landsvísu sem sé vel í stakk búið að sinna þeim verkefnum seim sveitafélagi er ætlað. Því megi ætla að hagur Reykjanesbæjar af samstarfi innan Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum hafi minnkað. Megi leiða að því líkum að samstarf sem þetta bindi hendur sveitarfélagsins þar sem ýmsar stórar ákvarðanir séu teknar á borði sambandsins. Segir í greinargerðinni að vægi Reykjanesbæjar við ákvarðanatöku sé hinsvegar í engu samræmi við íbúafjölda bæjarins.
Því sé nauðsynlegt að fram fari athugun á því hvort það þjóni hagsmunum íbúa Reykjanesbæjar að taka þátt í slíku samstarfi á slíkum forsendum.
Í greinargerð með tillögunni segir að liðin séu 10 ár frá því sveitarfélagið Reykjanesbær varð til við sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna og að önnur sveitarfélög hafi hafnað því að vera með í þeirri sameiningu. Í greinargerðinni segir að við sameininguna hafi orðið til öflugt sveitarfélag á landsvísu sem sé vel í stakk búið að sinna þeim verkefnum seim sveitafélagi er ætlað. Því megi ætla að hagur Reykjanesbæjar af samstarfi innan Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum hafi minnkað. Megi leiða að því líkum að samstarf sem þetta bindi hendur sveitarfélagsins þar sem ýmsar stórar ákvarðanir séu teknar á borði sambandsins. Segir í greinargerðinni að vægi Reykjanesbæjar við ákvarðanatöku sé hinsvegar í engu samræmi við íbúafjölda bæjarins.
Því sé nauðsynlegt að fram fari athugun á því hvort það þjóni hagsmunum íbúa Reykjanesbæjar að taka þátt í slíku samstarfi á slíkum forsendum.