Vilja útikennslusvæði á Baugholtsróló
Holtaskóli í Reykjanesbæ hefur óskað eftir því að fá úthlutað svæði við Baugholtsróló til að útbúa útikennslusvæði.
Í bréfi sem Helga Hildur Snorradóttir skrifar til umhverfis- og skipulagsráðs bæjarins í lok ágúst sl. segir að hugmyndin sé að svæðið verði byggt upp með þátttöku nemanda. Mikill áhugi er á að gróðursetja tré, útbúa matjurtagarð, eldunarstæði og fleira.
Erindið var samþykkt og nánari útfærsla verður unnin í samstarfi við starfsfólk umhverfissviðs.