Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Vilja úrræði fyrir tvítyngd börn og foreldra þeirra
Fimmtudagur 5. mars 2015 kl. 07:00

Vilja úrræði fyrir tvítyngd börn og foreldra þeirra

Takmörkuð móðurmálskennsla fyrir þau í Reykjanesbæ.

Samþykkt var á bæjarstjórnarfundi Reykjanesbæjar í fyrradag að huga sérstaklega að þörfum tvítyngdra barna við gerð næstu fjárhagsáætlunar.

Gyða Margrét Arnmundsdóttir, deildarstjóri sérfræðiþjónustu, greindi frá því á fundi fræðsluráðs Reykjanesbæjar nýverið að móðurmálskennsla fyrir tvítyngd börn væri ekki í boði nema að takmörkuðu leyti og þá ekki á vegum bæjarins. Koma þyrfi betur til móts við þarfir tvítyngdra barna en verið hefur, til að þau aðlagist vel að samfélaginu. Snemmtæk íhlutun væri mikilvæg með þennan hóp og reynt yrði að grípa til aðgerða strax yrði þess nokkur kostur til dæmis með námskeiðum fyrir foreldra, túlkaþjónustu og stuðningi við nám og heimavinnu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024