Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vilja úrbætur til hagsbóta fyrir ferðaþjónustuna
Laugardagur 6. febrúar 2010 kl. 14:00

Vilja úrbætur til hagsbóta fyrir ferðaþjónustuna


Umhverfisnefnd Grindavíkurbæjar leggur mikla áherslu á að Grindavíkurbær hafi frumkvæði að því að bæta aðgengi að Gunnuhver og styrkja uppbyggingu á þessari náttúruperlu sem er í landi Grindavíkurbæjar. Þetta var bókað á síðasta fundi nefndarinnar vegna bréfs sem lá fyrir frá Ferðamálasamtökum Suðurnesja en nefndin fagnaði innihaldi bréfsins þar sem bent er á ýmsar úrbætur til hagsbóta fyrir ferðaþjónustuna.

Nefndin leggur einnig mikla áherslu á að góðar merkingar og söguskilti við stórmerkilegar fornminjar á Selatöngum verði teknar til gagngerar endurnýjunar. Jafnframt verði nýtt söguskilti sett upp og það verði í beinu framhaldi af öðrum söguskiltum sem markvisst hafa verið sett upp undanfarin misseri í landi Grindavíkurbæjar.

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd/elg - Gunnuhver í ham.