Vilja uppbyggingu í álvershús
Stjórn Reykjaneshafnar fagnar hugmyndum „Sprotagarðs Reykjanesklasans“ sem kynntar voru stjórn Reykjaneshafnar en hugmyndirnar gera ráð fyrir þróun og uppbyggingu í álvershúsunum í Helguvík. Stjórn hafnarinnar telur þær falla vel að framtíðarsýn Reykjaneshafnar 2030.
„Stjórnin vill vinna verkefninu framgang og felur hafnarstjóra að koma þeirri skoðun á framfæri við skiptastjóra þrotabús Norðuráls Helguvíkur ehf.,“ segir í afgreiðslu hafnarinnar sem samþykkt var samhljóða á fundinum.