Vilja tilraunaverkefni um rafræna íbúakosningu
N-listinn í Garði lagði á dögunum fram tillögu í bæjarráði Garðs um að Sveitarfélagið Garður verði verði tilraunasveitarfélag þegar kemur að rafrænum íbúakosningum.
Eftirfarandi tillaga frá N-lista var lögð fram:
Umsókn til Þjóðskrár að Sveitarfélagið Garður verði tilraunasveitarfélag að rafrænum íbúakosningum.
N-listinn leggur til að Sveitarfélagið Garður sæki um til Þjóðskrár að verða tilraunasveitarfélag vegna rafrænna íbúakosninga og er umsóknarfrestur til 25. febrúar 2014.
N-listinn leggur jafnframt til að íbúar sveitarfélagsins fái þar með að kjósa um hvort vilji sé fyrir persónukjöri í næstu sveitarstjórnarkosningum sem verða árið 2018.
Tillaga N-listans var felld með atkvæðum D og L lista í bæjarráði.