Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vilja svör um framhaldsskóla
Fimmtudagur 25. febrúar 2010 kl. 13:29

Vilja svör um framhaldsskóla


Óþreyju er farið að gæta í Grindavík eftir staðfestingu yfirvalda um nýjan framhaldsskóla í bæjarfélginu. Morgunblaðið hefu eftir Garðari Páli Vignissyni, bæjarfulltrúa, að verið sé að draga Grindvíkinga á asnaeyrunum og draga þá á svari í þeim tilgangi að drepa niður áhuga bæjarfulltrúa. Garðar Páll segir skólann geta orðið stóriðju Grindavíkinga „ekki með útsölu á orku heldur fulnýtingu hugar og handar,“ eins og hann orðar það við Morgunblaðið.

Grindvíkingar hafa lengi haft áhuga á að koma upp framhaldssjóla í bæjarfélaginu og hafa bæjaryfirvöld lýst sig reiðubúin að koma með fjármagn í verkefnið. Grindvíkingar telja sig hafa munnlegt loforð frá menntamálaráðherra og fjármálaráðherra í þessum efnum, að því er fram kemur í frétt MBL.
---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ljósmynd/Oddgeir Karlsson - Horft yfir Grindavík.