Vilja Suðurnesjablóð
Mikil þörf er á Suðurnesjablóði í Blóðbankann og þess vegna verður Blóðbankabíllinn sendur hingað Suður með sjó á þriðjudaginn í þeim tilgangi einum að safna blóði Suðurnesjamanna.
Blóðbankabíllinn verður staðsettur við veitingastað Kentucky þriðjudaginn 9. febrúar frá kl. 10 til 17 og eru allir velkomnir. Blóðbankinn þarf um 70 blóðgjafa á dag til að anna eftirspurn í landinu og á bankinn marga góða viðskiptavini á Suðurnesjum sem leggja reglulega inn.