Vilja starfslokasamning frá hernum
Undirskriftasöfnun er hafin meðal starfsmanna Varnarliðsins þar sem farið er fram á að þeir fái starfslokasamning vegna uppsagna allra starfsmanna Varnarliðsins. Samkvæmt kjarasamningum eiga starfsmenn ekki rétt á öðrum greiðslum við uppsögn en þær sem felast í uppsagnarfresti.
Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, segist í samtali við NFS í dag ætla að vinna að þessu og finnst ekki óeðlilegt að íslensk stjórnvöld komi að þessu ef varnarliðið hafnar greiðslu starfslokasamninga.
Hann sér þá fyrir sér að atvinnuleysistryggingasjóður verði notaður til að bæta stöðu þess starfsfólks sem á erfiðast með að fá nýja vinnu.
Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, segist í samtali við NFS í dag ætla að vinna að þessu og finnst ekki óeðlilegt að íslensk stjórnvöld komi að þessu ef varnarliðið hafnar greiðslu starfslokasamninga.
Hann sér þá fyrir sér að atvinnuleysistryggingasjóður verði notaður til að bæta stöðu þess starfsfólks sem á erfiðast með að fá nýja vinnu.