Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vilja stærri og varanlegri mannvirki
Garðskagi.
Fimmtudagur 15. júní 2017 kl. 10:36

Vilja stærri og varanlegri mannvirki

Norðurljós gesthús ehf. hafa aftur sótt um lóðir að Norðurljósavegi 4 og 6 á Garðskaga og fylgir umsókninni nýtt fylgibréf og uppfærðar teikningar. Það er mat skipulags- og byggingarnefndar Garðs að lítið byggingamagn innan lóðarinnar sé ekki í anda gildandi deiliskipulags og þeirra skýringarmynda sem lagðar voru fram með skipulaginu.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Deiliskipulag fyrir svæðið við Norðurljósaveg er hugsað undir uppbyggingu stærri og varanlegri mannvirkja, eins og segir í fundargerð ráðsins. Nefndin hefur falið skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda um niðurstöðu nefndarinnar og hvort ekki sé hægt að gera breytingar til að auka nýtingarhlutfall lóðarinnar með færri og stærri byggingum.  

 

Það eru fleiri en Norðurljós gesthús ehf. sem falast eftir Norðurljósavegi 6 því Margrét Ásgeirsdóttir sækir um lóð undir gistiheimili á lóðinni. Málinu var frestað á síðasta fundi og skipulagsfulltrúa falið að afla frekari upplýsinga.