Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

  • Vilja sömu laun og BHM
    Hluti fundarmanna í dag.
  • Vilja sömu laun og BHM
    Ragnheiður Gunnarsdóttir.
Mánudagur 31. mars 2014 kl. 15:54

Vilja sömu laun og BHM

Mikill hugur í framhaldsskólakennurum.

„Það er mjög mikill hugur í fólki og engin uppgjöf. Fólk er auðvitað orðið þreytt á verkfallinu og vill að það fari að leysast. En fólk er samt ennþá staðráðið í því að það vill fá eitthvað út úr þessu verkfalli. Það er því nauðsynlegt að vera í verkfalli þar til árangur næst,“ segir Ragnheiður Gunnarsdóttir, formaður starfsmannafélags FS og situr í stjórn kennarafélagsins. Hún er einnig annar af tveimur trúnaðarmanna kennara.

Víkurfréttir litu við í verkfallsmiðstöð framhaldsskólakennara á Suðurnesjum í Kiwanishúsinu við Iðavelli fyrr í dag. Þar var haldinn samstöðufundur samhliða slíkum fundi í verkfallsmiðstöð kennara á höfuðborgarsvæðinu. Sýnt var beint frá þeim fundi á netinu til þess að allir gætu tekið þátt og voru allir framhaldsskólakennarar hvattir til þess að halda fundi um allt land og var brugðist jákvætt við því. Einhverjir kennarar úr FS fóru á fundinn í Fram-heimilinu en stór hópur hittist á Iðavöllum í dag.

Meðal þeirra sem tóku til máls á fundinum í Reykjavík var rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson, en hann sagði m.a.: „Það segir mikið um gerð samfélags hvernig búið er að kennurum.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Við vitum hversu slæmt þetta er fyrir nemendur okkar en við verðum að standa með okkur sjálfum. Það er bara svoleiðis,“ segir Ragnheiður og bætir við að það fari ekkert endilega illa í fólk að það sé verið að fara fram á breytingu á skólaárinu. „Við viljum bara ekki að það sé verið að plata okkur og við séum að selja réttinn og fá svo eitthvað aðeins fyrir það. Okkur finnst þetta bara ekki passa saman að tala um breytingarnar og launahækkun. Þetta eru tveir hlutir. Vil viljum fá raunverulega launabót og fá sömu laun og BHM. Núna eru þeir búnir að semja og við vitum ekki um hvað þeir sömdu. Við viljum fá það líka,“ segir Ragheiður að lokum.

VF/Olga Björt