Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 22. júlí 2003 kl. 17:18

Vilja slysavarnasafnið áfram í Garði

Sveitarstjóri Gerðahrepps og safnsstjóri Byggðasafns Gerðahrepps hafa átt fund með fulltrúum Slysavarnafélagsins Landsbjargar varðandi áframhaldandi staðsetningu Slysavarnasafnsins í Garði. Slysavarnafélagið Landsbjörg vill hætta með safnið í Garði en vilji heimamanna stendur til að búa betur að safninu og að kanna áhuga um samstarf við Byggðasafnið sérstaklega með það í huga að vilji stendur til að búið verði betur að safninu en nú er gert.Að sögn Sigurðar Jónssonar, sveitarstjóra í Garði, fengu þeir mjög jákvæð viðbrögð við því. Nú er unnið að því að marka stefnu hvernig best verður staðið að uppbyggingu Byggðasafnsins. Gert er ráð fyrir að tillögur þar að lútandi muni liggja fyrir á fyrsta fundi hreppsnefndar eftir sumarleyfi þ.e. í byrjun september.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024