Vilja slitlag á Ósabotnaveg
Framkvæmdir við lagningu slitlags á Ósabotnaveg munu hefjast á árinu ef áætlanir Sandgerðinga ná fram að ganga.
Bæjarráð Sandgerðis samþykkti á fundi sínum í gær að fela bæjarstjóra að hefja viðræður við Ræktunarsamband Flóa og Skeiða í samvinnu við Vegagerðina og Samgöngumálaráðuneytið með það í huga að hefja framkvæmdir á þessu ári og ljúka þeim hið fyrsta.
Markmiðið er að tryggja umferðaröryggi á veginum, sem liggur frá Ósabotnum að Stafnesi, en áætlaður kostnaður við verkið eru 50 milljónir króna.
Mynd/google earth