Vilja skýringu á fækkun hermanna
,,Er utanríkisráðherra að fela eitthvað? Það er stórundarlegt að frétta svona nokkuð utan úr bæ," segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur, um frekari fækkun hermanna á Keflavíkurflugvelli.
,,Það starfa hundruð manna frá okkur á vellinum og það munar aldeilis fyrir okkur hvort mikil fækkun hermanna verði. Fari svo eru það ekki þeir fyrstu sem fara. Hvers vegna er ekki búið að skrifa undir nýjan samning og setja loku fyrir að fleiri hverfi? Ég veit ekki hvað utanríkisráðherra er að hugsa. Liggur hann kannski á frekari upplýsingum um þetta mál? Ég bara spyr."Donald Rumsfeld, landvarnaráðherra Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að verið sé að skoða endurskipulagningu á herstöðvum Bandaríkjahers í Evrópu. Ekki stendur til að fækka hermönnum frekar, ráðherrann segir einungis um skipulagsbreytingar að ræða. ,,Þarna er engin tenging á milli," sagði Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Bandaríkjahers.
,,Þeir eru búnir að velta þessu fyrir sér í mörg ár. Störf sem leggjast af hafa færst á aðrar deildir." Hann taldi ólíklegt að Íslendingar geti gengið í einhver störf í stað þeirra Bandaríkjamanna sem hverfa af landi brott. Þeim störfum verður sinnt af herlögreglumönnum héðan í frá. Halldór Ásgrímsson var ekki til viðtals í gær.
Fréttablaðið greinir frá í morgun.
,,Það starfa hundruð manna frá okkur á vellinum og það munar aldeilis fyrir okkur hvort mikil fækkun hermanna verði. Fari svo eru það ekki þeir fyrstu sem fara. Hvers vegna er ekki búið að skrifa undir nýjan samning og setja loku fyrir að fleiri hverfi? Ég veit ekki hvað utanríkisráðherra er að hugsa. Liggur hann kannski á frekari upplýsingum um þetta mál? Ég bara spyr."Donald Rumsfeld, landvarnaráðherra Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að verið sé að skoða endurskipulagningu á herstöðvum Bandaríkjahers í Evrópu. Ekki stendur til að fækka hermönnum frekar, ráðherrann segir einungis um skipulagsbreytingar að ræða. ,,Þarna er engin tenging á milli," sagði Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Bandaríkjahers.
,,Þeir eru búnir að velta þessu fyrir sér í mörg ár. Störf sem leggjast af hafa færst á aðrar deildir." Hann taldi ólíklegt að Íslendingar geti gengið í einhver störf í stað þeirra Bandaríkjamanna sem hverfa af landi brott. Þeim störfum verður sinnt af herlögreglumönnum héðan í frá. Halldór Ásgrímsson var ekki til viðtals í gær.
Fréttablaðið greinir frá í morgun.