Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 2. júlí 2001 kl. 16:33

Vilja setja upp útvarpsstöð í Kúlunni

Útvarpsstöðin KFM 107 hefur haft aðsetur í gamla pósthúsinu í Rockville síðustu mánuði. Stöðin hefur nýverið sett upp nýjan öflugan sendi í annarri kúlunni við Rockville og ráðgerð er uppsetning á sjö nýjum sendum víða um land á næstu misserum.
Nú er ráðgert að taka aðra radarkúluna undir starfsemi útvarpsins og laga þar til, svo unnt verði að koma allri starfseminni fyrir. „Kúlan" bíður upp á möguleika sem svona útvarpsstarfsemi þarf á að halda, góðu útsendingarherbergi, hljóðveri til hverskonar upptöku og ýmislegt annað. Fyrir utan frábæra stað-setningu. Byrgið mun leigja K.F.M., þessa nýju aðstöðu gegn sanngjörnu verði.
Áætlað er að starfsmenn stöðvarinnar og aðrir velunnarar muni ganga að því verki að innrétta og koma tækjabúnaði stöðvarinnar fyrir í neðri kúlunni. Ráðgert er að flytja í nýja húsnæðið á afmælisdegi K.F.M., sem er 1. nóvember.
Fyrirtælanir um að taka niður kúlurnar vegna asbest-mengnuar gætu þó breytt þeim fyrirætlunum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024