Vilja setja 100 milljónir í aukna landamæravörslu
Gert er ráð fyrir hundrað milljóna framlagi til Lögreglunnar á Suðurnesjum í breytingartillögum við fjáraukalög vegna aukinnar landamæravörslu. Frá þessu er greint á vef RÚV. Auka á landamæravörslu á Keflavíkurflugvelli vegna fjölgunar erlendara ferðamanna. Áætlað er að þeim fjölgi um 30 prósent á árinu, miðað við í fyrra.