Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

  • Vilja samstarf og ráðgjöf
  • Vilja samstarf og ráðgjöf
Fimmtudagur 24. september 2015 kl. 09:25

Vilja samstarf og ráðgjöf

– Listasafns Reykjanesbæjar um skráningu og umsýslu listaverka í Garði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs hefur samþykkt að fela bæjarstjóra að leita eftir samstarfi og ráðgjöf Listasafns Reykjanesbæjar varðandi skráningu og umsýslu listaverka í eigu Sveitarfélagsins Garðs.

Listaverkasafn Garðmanna hefur stækkað verulega undanfarin ár í kjölfar þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu Ferskir vindar. Í gegnum það verkefni hafa tugir erlendra listamanna komið til bæjarins og unnið að listsköpun en verkin hafa svo orðið eign sveitarfélagsins.

Bæjarráð hefur jafnframt samþykkt að fela Listasafni Reykjanesbæjar til eignar og umsjár listaverkið BREATH eftir japanska listamanninn OZ-Keisuke Yamaguchi. Myndin er afrakstur síðustu listahátíðar Ferskra vinda í Garði. Myndin verði skráð hjá Listaverkasafni Reykjanesbæjar, sem hafi umsjón og eftirlit með verkinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024