Vilja rannsókn á kostnaði við lagningu ljósleiðara á Vatnsleysuströnd
Bæjarfulltrúar L-listans og D-listans í Sveitarfélaginu Vogum hafa báðir séð ástæðu til að bóka vegna framúrkeyrslu við lagningu ljósleiðara á Vatnsleysuströnd.
Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi bókun í bæjarráði Voga á dögunum: „D-listinn óskar eftir að rannsökuð verði sú mikla framúrkeyrsla sem varð við lagningu ljósleiðara.“
Á fundi bæjarstjórnar Voga þann 28. október síðastliðinn óskaði svo bæjarfulltrúi L-listans eftir að eftirfarandi væri bókað:
„Ljóst er að kostnaður við lagningu ljósleiðara á Vatnsleysuströnd fór fram úr öllum upphaflegum áætlunum. Því er tekið undir bókun D-lista sem er í fundargerð bæjarráðsfundar 315 sem fer fram á að rannsakað verði hvað fór úrskeiðis við undirbúning og lagningu ljósleiðarans.“