Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vilja ráðast í endurbætur á Garðvangi fyrir 440 milljónir
Miðvikudagur 17. febrúar 2010 kl. 16:30

Vilja ráðast í endurbætur á Garðvangi fyrir 440 milljónir


Bæjaryfirvöld í Garði hafa mikinn áhuga á að ráðast í framkvæmdir við uppbyggingu Garðvangs. Nýlega lét bæjarfélagið gera skýrslu um verkefnið sem nú er til kynningar hjá hinum sveitarfélögunum og ríkinu, sem standa að rekstri Garðvangs. Reiknað er með að endurbæturnar kosti um 440 milljónir króna.

„Aðstaðan á Garðvangi er ekki boðleg, húsið er barn síns tíma og var í upphafi byggt sem verbúð. Það þarf að gera heimilið þannig úr garði að það standist þær kröfur sem gerðar eru í dag til slíkra heimila. Við erum ekki að fara bæta við vistrýmum heldur gera rýmra um þá sem þarna eru. Sum herbergin eru það lítil að fólk á erfitt með ýmsar daglegar athafnir, s.s að komast fram úr rúmi. Þá er t.d. salernisaðstaðan engan vegin ásættanleg,“ segir Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði. 

Reikna má með að ekki verði auðvelt að finna fjármagn til að standa undir þessum framkvæmdum, eða hvað?
„Við þurfum þá að skoða hvernig við getum leyst þau mál, við erum jafnvel tilbúin í það,“ segir Ásmundur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024