Vilja ofbeldi og fíkniefni burt af veitingastöðunum
Í samvinnu við veitingamenn í Reykjanesbæ stefna bæjaryfirvöld á að veitingastaðir bæjarsins verði lausir við ofbeldi og fíkniefni. Drög að samkomulagi um ákveðnar aðgerðir í þessu skyni hafa verið kynnt fyrir veitingamönnum í bænum sem flestir hafa tekið vel í þessar hugmyndir.
Það er yfirlýst stefna bæjaryfirvalda að fíkniefni og ofbeldi verði ekki liðið í og við veitingastaði bæjarins, skv. því sem heyra mátti í umræðu um málið á síðasta bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ. Samkomulagið mun taka á ýmsum þáttum þar að lútandi, s.s. hvernig dyravörslu verði háttað. Lagt er til að konur verði einnig ráðnar til dyravörslu þannig að hægt verði að fylgjast betur með öllum salarkynnum húsanna.
Þá er áhersla lögð á beina tengingu við lögreglu í því skyni að stytta viðbragðstíma og einnig að komið verði upp sameiginlegu „straffkerfi“ þannig að ef fólk gerist brotlegt á einum skemmtistað gildi viðurlögin á öðrum stöðum einnig.
Í umræðunni kom fram að bæjaryfirvöld vilja endurskoða opnunartíma veitingastaðanna í sátt við rekstraraðila þeirra í stað þess að setja um það reglur eins og gert hefur verið í öðrum sveitarfélögum. Þykir ástæða til þess að skoða opnunartímann í ljósi þess að ofbeldi við veitingastaði á sér oftast nær stað á milli kl. 4 og 8 á morgnana.
Það er yfirlýst stefna bæjaryfirvalda að fíkniefni og ofbeldi verði ekki liðið í og við veitingastaði bæjarins, skv. því sem heyra mátti í umræðu um málið á síðasta bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ. Samkomulagið mun taka á ýmsum þáttum þar að lútandi, s.s. hvernig dyravörslu verði háttað. Lagt er til að konur verði einnig ráðnar til dyravörslu þannig að hægt verði að fylgjast betur með öllum salarkynnum húsanna.
Þá er áhersla lögð á beina tengingu við lögreglu í því skyni að stytta viðbragðstíma og einnig að komið verði upp sameiginlegu „straffkerfi“ þannig að ef fólk gerist brotlegt á einum skemmtistað gildi viðurlögin á öðrum stöðum einnig.
Í umræðunni kom fram að bæjaryfirvöld vilja endurskoða opnunartíma veitingastaðanna í sátt við rekstraraðila þeirra í stað þess að setja um það reglur eins og gert hefur verið í öðrum sveitarfélögum. Þykir ástæða til þess að skoða opnunartímann í ljósi þess að ofbeldi við veitingastaði á sér oftast nær stað á milli kl. 4 og 8 á morgnana.