Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vilja nýja heilsugæslustöð
Föstudagur 14. mars 2003 kl. 09:28

Vilja nýja heilsugæslustöð

Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Suðurnesja, segir læknamál komin í alvarlegan hnút. Rætt er um að stofna sjálfseignarfélag um einkarekna heilsugæslustöð. Ráðherra segist ekki skilja hvers vegna læknar vilja ekki ráða sig.,,Við erum að íhuga í fullri alvöru að stofnasjálfseignarfélag um rekstur heilsugæslu fyrir almenning hér á Suðurnesjum," segir Kristján Gunnarsson formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Hann segir ástandið hrikalegt og á hverjum morgni sláist menn um þær fáu stundir sem úthlutað sé á heilsugæslunni þann daginn. ,,Það dugar skammt að senda frá sér einhverjar tillögur og áskoranir sem gagnast ekki veiku fólki. Það er alveg ljóst að þessi mál eru komin í alvarlegan hnút sem ekki verður leystur auðveldlega."

Jón Kristánsson heilbrigðisráðherra segir það rétt að vandi sé fyrir hendi ef læknar vilji ekki ráða sig til starfa, en hann vilji ekki gangast við því að yfirstjórn heilbrigðisstofnunarinnar hafi eitthvað með það að gera. Hann segir Sigríði Snæbjarnardóttur hafa gert sér grein fyrir málum. ,,Hún hefur lagt sig mjög fram um ráða lækna með því að fá sérfræðinga til starfa. Ég trúi ekki að það verði ekki hægt að fá heilsugæslulækna á þeim kjörum sem kjaranefnd úrskurðaði um. Sigríður staðhæfði við mig að öllum læknunum tíu hefði boðist að starfa áfram en þeir ekki viljað það á þeim kjörum sem þeim bauðst."

Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í morgun.
Frétt af Vísi.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024