Vilja lýsingu á Garðveginn
Í vikunni gengu forsvarsmenn Gerðahrepps á fund fjárlaganefndar Alþingi þar sem þeir báru fram óskir um götulýsingu á Garðveg. Frá hringtorginu eru um 7 kílómetrar út í Garð og segir Sigurður Jónsson sveitarstjóri að það valdi ökumönnum vandræðum þegar þeir komi í myrkrið á Garðvegi eftir að hafa ekið eftir vel upplýstri Reykjanesbraut.Sigurður segir að fyrir nokkrum árum hafi verið áætlað að lýsing Garðvegarins myndi kosta um 30 milljónir króna.