Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 26. september 2002 kl. 11:39

Vilja lýsingu á Garðveginn

Í vikunni gengu forsvarsmenn Gerðahrepps á fund fjárlaganefndar Alþingi þar sem þeir báru fram óskir um götulýsingu á Garðveg. Frá hringtorginu eru um 7 kílómetrar út í Garð og segir Sigurður Jónsson sveitarstjóri að það valdi ökumönnum vandræðum þegar þeir komi í myrkrið á Garðvegi eftir að hafa ekið eftir vel upplýstri Reykjanesbraut.Sigurður segir að fyrir nokkrum árum hafi verið áætlað að lýsing Garðvegarins myndi kosta um 30 milljónir króna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024