Vilja lyftu og nýtt anddyri í Duus
Fyrsti áfangi í framkvæmdaáætlun í tengslum við framtíðarsýn Duus Safnahúsa var kynntur menningar- og atvinnuráði Reykjanesbæjar á dögunum. Í fundargerð segir að ráðið styður áætlunina og vísar henni til bæjarstjórnar til umfjöllunar og samþykktar.
Ráðið leggur áherslu á að fyrsti áfangi framkvæmdaáætlunar Duus Safnahúsa fari sem fyrst í framkvæmd í ljósi þeirra áherslna og verkefna sem fylgja sem gætu borið kostnað á seinkun þeirra. Þar er m.a. átt við uppsetningu á lyftu í Duus húsum og nýtt anddyri fyrir húsið.