Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vilja lóð fyrir 108 íbúðir í lágreistri byggð
Frá Reykjanesbæ.
Miðvikudagur 30. janúar 2019 kl. 10:28

Vilja lóð fyrir 108 íbúðir í lágreistri byggð

Íbúðasamvinnufélag Suðurnesja hefur sótt um lóð til umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar til að skipuleggja fyrir um 108 íbúðir í lágreistri byggð til útleigu hjá óhagnaðardrifnu félagi og tillögu að staðsetningu. Þá er óskað er niðurfellingu eða fresti á greiðslu gatnagerðargjalda í samræmi við lög.
 
Í afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar eru óhagnaðardrifin íbúðafélög sögð velkomin viðbót í húsbyggjenda flóruna. En endanleg úthlutun getur þó ekki farið fram fyrr en að loknum skipulagsbreytingum, sé þeirra þörf og að fengnu samþykki bæjarstjórnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024