Vilja ljúka tvöföldun 2004
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar vill flýta tvöföldun Reykjanesbrautar, á milli Reykjanesbæjar og Hafnarfjarðar, og að tryggt verði fjármagn í vegaáætlun 2001-2004 til að ljúka þeim framkvæmdum. Þetta kom fram á fundi bæjarstjórnar sl. þriðjudag.
Ályktun þess efnis var einnig lögð fram á aðalafundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem fram fór í október. Í ályktun SSS segir m.a.: „Aðalfundurinn harmar að enn er gert ráð fyrir 5 ára framkvæmdatíma og að verktími verði á árunum 2002 til 2007. Aðalfundur SSS bendir á sívaxandi umferð á Suðurnesjum, ekki síst í tengslum við flugstarfsemina, sem kallar á brýna þörf á að fjármagn verði tryggt til að hrinda vegaáætlunum í framkvæmd.“
Ályktun þess efnis var einnig lögð fram á aðalafundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem fram fór í október. Í ályktun SSS segir m.a.: „Aðalfundurinn harmar að enn er gert ráð fyrir 5 ára framkvæmdatíma og að verktími verði á árunum 2002 til 2007. Aðalfundur SSS bendir á sívaxandi umferð á Suðurnesjum, ekki síst í tengslum við flugstarfsemina, sem kallar á brýna þörf á að fjármagn verði tryggt til að hrinda vegaáætlunum í framkvæmd.“