Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vilja lengri opnunartíma og að komið verði fyrir nytjagámi
Laugardagur 22. júní 2024 kl. 06:03

Vilja lengri opnunartíma og að komið verði fyrir nytjagámi

„Bæjarstjórn Grindavíkur leggur til að Kalka endurskoði opnunartíma gámasvæðisins í Grindavík, tíðari losun þess og auki aðgengi að svæðinu tímabundið á meðan eftirspurn eftir þjónustunni er mikil með því að lengja opnun á laugardögum og að hafa opið á sunnudögum.

Jafnframt óskar bæjarstjórn eftir því að nytjagámi verði komið fyrir í bæjarfélaginu til að lágmarka umhverfisáhrif og almenna sóun. Þá er óskað eftir viðræðum við Kölku um almenna sorphirðu í Grindavíkurbæ,“ segir í bókun frá síðasta fundi bæjarstjórnar Grindavíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á fundinum var lagður fram tölvupóstur frá Kölku varðandi opnunartíma gámaplans og fjölda sorpíláta við íbúðarhúsnæði í Grindavík.

Kalka hefur brugðist við bókun bæjarstjórnar og hefur ákveðið að breyta tímabundið opnunartíma á móttökustöð fyrirtækisins í Grindavík og verður opnun eins og hér segir:

Mánudaga til föstudaga frá kl. 13:00 til 19:00. Þá verður opið laugardaga frá kl. 10:00 til 17:00.