Vilja leikskóla fyrir börn frá eins árs aldri
Húsnæðismál vegna daggæslu í Grindavík voru meðal þess sem rædd voru á fundi félagsmálanefndar Grindavíkur þann 15. febrúar sl.
Þar voru kynntar hugmyndir um staðsetningu húsnæðis sem fyrirhugað er að reisa undir daggæslu barna í sveitarfélaginu á árinu.
Félagsmálanefnd telur þá leið að byggja húsnæði undir daggæslu með miklum tilkostnaði ekki líklega til að ná því markmiði sem að er stefnt og telja að réttar væri að huga að byggingu nýs leikskóla sem m.a. tekur börn niður í tólf mánaða aldur. Nefndin tekur ekki afstöðu til staðsetningar leikskólans í ljósi framangreinds.