Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vilja Landhelgisgæslu til Reykjanesbæjar
Miðvikudagur 10. desember 2014 kl. 09:38

Vilja Landhelgisgæslu til Reykjanesbæjar

Bæjarráð Garðs fagnar tillögu til þingsályktunar um flutning Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar og hvetur Alþingi til þess að samþykkja hana. Þetta kemur fram í bókun sem samþykkt var samhljóða í bæjarráði Garðs í síðustu viku.

Jafnframt leggur bæjarráð áherslu á að innanríkisráðherra vinni fljótt og vel að framgangi málsins. Bæjarráð Garðs telur að starfsemi Landhelgisgæslunnar verði vel fyrirkomið í Reykjanesbæ og að Landhelgisgæslan muni búa við mjög góða starfsaðstöðu á flugvallarsvæði Keflavíkurflugvallar, þar sem Landhelgisgæslan hefur nú þegar nokkra starfsemi. Þá er fyrir hendi hafnaraðstaða fyrir varðskipaflota Landhelgisgæslunnar í Reykjanesbæ.

Bæjaryfirvöld í Grindavík hafa einnig brugðist við beiðni um umsögn frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis um tillögu til þingsályktunar um flutning Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar. Bæjarráð Grindavíkurbæjar ítrekar ályktun sína frá því í nóvember 2013, og styður að Alþingi feli innanríkisráðherra að hefja undirbúning að flutningi Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024