Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Vilja kaupa Stóru-Vogaskóla af Fasteign
Mánudagur 15. apríl 2013 kl. 14:26

Vilja kaupa Stóru-Vogaskóla af Fasteign

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt viðauka við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins árin 2012-2016 Samkvæmt viðaukanum er lagt til að sveitarfélagið kaupi fasteignir Stóru-Vogaskóla af Eignarhaldsfélaginu Fasteign ehf. á árinu 2013, og að kaupin verði fjármögnum með framlagi úr Framfarasjóði sveitarfélagsins. Þá er jafnframt lagt til að í árslok 2014 verði fasteignir íþrótta- og félagsmiðstöðvar keyptar af EFF og að þau kaup verði fjármögnuð annars vegar með lántöku að fjárhæð 400 m.kr. en eftirstöðvar með handbæru fé.


Einnig er lagt til ráðstöfun eingreiðslu vegna fasteignaviðhalds upp á 18,5 milljónir verði ráðstafað sem hér segir: Í endurnýjun á gólfi í Tjarnarsal fari 4 milljónir, vegna viðgerðar á sundlaug fari 5 milljónir og endurnýjun vatnslagna í leikskólanum 2 milljónir, samtals 11 milljónir króna.

Bæjarráð samþykkir jafnframt að boða til almenns íbúafundar miðvikudaginn 24. apríl 2013, þar sem m.a. verður kynnt tillaga um að ráðstafa fé úr Framfarasjóði sveitarfélagsins til kaupa á fasteignum Stóru-Vogaskóla.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024