Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vilja kaupa Keflavíkurflugvöll
Föstudagur 7. apríl 2006 kl. 13:50

Vilja kaupa Keflavíkurflugvöll

Þýsk og bresk félög, sem reka marga flugvelli víða um heim, og Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf., hafa nú þegar sýnt áhuga á að kaupa Keflavíkurflugvöll þegar hann verður einkavæddur, eins og utanríkisráðherra boðar. Frá þessu var greint á NFS í hádeginu.

Flugstöðin hf, sem enn er þó í eigu ríkisins, á og rekur flugstöðvarbygginguna sjálfa, Fríhöfnina, flughlöð og bílastæðin. Ef sjálfur flugvöllurinn bættist við þá einingu myndi snjómokstur, viðhald og slökkvillið bætast við reksturinn.

Samkvæmt heimildum NFS gæti félagið rekið völlinn án þess að hækka lendingargjöld, ef það fengi sjálft allar tekjur sem til falla á vellinum núna, og standa undir að minnsta kosti tíu milljarða króna fjárfestingu vegna kaupa á vellinum. Leiga á vellinum gæti líka komið til greina.

Áhugi á Keflavíkurflugvelli fer vaxandi vegna brottfarar hersins því þá verður skilyrði um að Bandaríkjaher geti tekið flugstöðina til eigin nota ef hann telur sig þurfa á henni að halda, líklega afnumið, og allskonar svæði umhverfis völlinn opnast líka til almennra nota. Hver sem framvinda einkavæðingarinnar verður, er talið líklegast að sami aðili muni eiga og reka bæði völlinn og flugstöðina.

Mynd: Séð yfir norður suður flugbraut Keflavíkurflugvallar. Ljósmyndina tók Oddgeir Karlsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024