Vilja kanna með stórskipahöfn í Grindavík
Vegna hugsanlegra áforma um byggingu á metanólverksmiðju í Grindavík, sem gerir ráð fyrir hafnaraðstöðu fyrir skip allt að 10.000 tonn, telur hafnarstjórn Grindavíkur nauðsynlegt að skoða í fullri alvöru hvort mögulegt sé að gera aðstöðu fyrir svona skip, segir í fundargerð ráðsins frá því í liðinni viku.
Núverandi hafnaraðstaða tekur ekki stærri skip en um 4.000 tonn og í umsögn frá Siglingastofnun kemur fram að tæplega verði hægt að gera breytingar á núverandi höfn sem tæki stærra skip en 120-130 m sem væri um 5-6000 tonna skip. Því þufi að leita þarf annarra lausna ef hægt á að vera að afgreiða svo stór skip sem talið er að þurfi að komast hér inn.
Hafnarstjórn beinir því til bæjarstjórnar að mótuð verði heilstæð stefna vegna hafnarmannvirkja með tilliti til stóriðju í framtíðinni.