Vilja hjólabrettavöll í Voga
Börn og unglingar í Vogum afhentu bæjaryfirvöldum á dögunum undirskriftalista með beiðni um að byggður verði hjólabrettavöllur í bænum. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í morgun. Í fundargerð kemur fram að ráðið þakki fyrir undirskriftalistann og frumkvæði þeirra sem að honum stóðu. Ráðið samþykkir að taka málið til skoðunar og að kannað verði með kostnað og staðsetningu.