Vilja hitaveitu á Ströndina
Á fundi bæjarráðs Voga þann 16. maí sl. var samþykkt að fara í viðræður við HS veitur um lagningu hitaveitu inn Vatnsleysuströnd.
Tilefni málsins er áskorun landeigenda auk undirskriftasöfnunar íbúa á Vatnsleysuströnd til bæjarstjórnar um að sveitarfélagið beiti sér fyrir því að allir sitji við sama borð þegar kemur að kostnaði við húshitun í sveitarfélaginu.
Í dag vantar um 6 km upp á að hitaveita sé á allri Vatnsleysutröndinni, á þessari leið eru um 40 notendur, sem kynda hús sín með rafmagni. Húshitunarkostnaður þar er um 100% hærri en hjá þeim sem hafa hitaveitu.