Vilja heitar máltíðir í leikskólann í Garði
Bréf frá Foreldrafélagi leikskólans Gefnaborgar var tekið fyrir á fyrsta fundi hreppsnefndar Gerðahrepps í vikunni þar sem ítrekuð er beiðni um heitan mat í hádegi á leikskólanum Gefnarborg í Garði. Hreppsnefnd samþykkti að vísa erindinu til skólanefndar og óskar eftir að gerð verði nákvæm kostnaðaráætlun og að fram fari skoðunakönnun meðal foreldra í framhaldi af þeirri niðurstöðu.Ákvörðun um málið verði síðan tekin á fundi hreppsnefndar í september nk. Þetta var samþykkt samhljóða í hreppsnefnd Gerðahrepps.