Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vilja hefja viðræður við ríkið um rekstur Nato-eigna í Helguvík
Miðvikudagur 15. nóvember 2006 kl. 12:25

Vilja hefja viðræður við ríkið um rekstur Nato-eigna í Helguvík

Atvinnu- og hafnaráð Reykjanesbæjar leitar eftir nú eftir samningi við íslenska ríkið um rekstur Helguvíkurhafnar en ríkið hefur yfirráð yfir eigum NATO  í Helguvík. Reykjaneshöfn býðst til að reka hafnarmannvirki NATO, þ.e. olíubryggju og grjótvarnargarð, þannig að það falli innan svokallaðs hafnarverndarsvæðis Helguvíkurhafnar.  Ráðið telur áríðandi að áhættumat fyrir olíubryggju sé gert hið fyrsta þannig að hægt verði að taka á móti skipaumferð um olíubryggjuna. Jafnframt hefur Reykjaneshöfn ítrekað  fyrri tilboð um rekstur á olíustöðinni sjálfri og leggur áherslu á að tryggt sé að hún verði starfrækt áfram sem tankabú þannig að allir eigi möguleika á að nýta hana fyrir eldsneyti, s.s. flugvélaeldsneyti.

Að sögn Pétur Jóhannssonar, hafnarstjóra, eru formlegar viðræður við ríkið ekki hafnar en væntanlega þurfa fleiri aðilar að koma inn í þær, s.s. flugvallaryfirvöld þar sem hluti olíumannvirkjanna, þ.e. lagnir tilheyri eldsneytiskerfi vallarins.

Sveitarfélögin þrjú, Reykjanesbær, Garður og Sandgerði hafa verið í viðræðum um stofnun félags sem hefði með höndum rekstur á sameiginlegu atvinnusvæði í Helguvík en það mál er í vinnslu. Eftir eigi að staðfesta hvaða hluti svæðisins sé innan öryggissvæðis, hversu stór hluti falli undir umsjá hins nýja Þróunarfélags og hvað af varnarsvæðinu verður eftirlátið.  Segir Pétur að þesssi mál muni skýrast á næstu vikum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024