Vilja glæða Seltjörn lífi
Veitingasala og tjaldsvæði - háleit markmið á svæðinu
Á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar á dögunum barst ósk um afnotarétt af Seltjörn til næstu sjö til tíu ára.
Um er að ræða vatnið sjálft og umhverfi þess, rústirnar, tjaldsvæðið við skóglendið og leiksvæðið. Usk ráð tók vel í hugmyndina en það er fyrirtækið Gamli Nói ehf. sem þess óskar. Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðstjóri mun gera drög að samningi sem verður síðan lagður fyrir bæjarráð. Hann segir í samtali við VF að fyrst sé verið að ræða um veitingasölu á svæðinu, en háleit markmið séu varðandi framhaldið. Tjaldsvæði hefur verið nefnt, jafnvel stendur til að glæða Seltjörn sjálfa lífi. Ekkert sé þó í hendi ennþá.