Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Vilja gera Suðurnesin eftirsóknarverðari til framtíðar
    Áhugahópurinn, f.v. Guðfinna, Pétur, Margrét og Skúli með Hjálmari og fleiri starfsmönnum Keilis. VF-mynd/pket.
  • Vilja gera Suðurnesin eftirsóknarverðari til framtíðar
Föstudagur 29. apríl 2016 kl. 15:47

Vilja gera Suðurnesin eftirsóknarverðari til framtíðar

- Keilir á Ásbrú vinnur greiningarvinnu um möguleika á sameiningu sveitarfélaga

Áhugahópur um framþróun og sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur gert samkomulag við skólasamfélagið Keili á Ásbrú um að greina möguleika á því að auka lífsgæði og gera Suðurnesin eftirsóknarverðari til framtíðar. Nemendur á svokallaðri háskólabrú Keilis munu vinna verkefnið næsta haust og ljúka því um áramót, í síðasta lagi næsta vor.

Við eigum öll djúpar rætur hér á svæðinu og höfum metnað fyrir því að samfélagið og sveitarf´élögin vaxi og dafni og við náum að auka lífsgæði íbúa og gera svæðið áfram eftirsóknarvert um ókomna tíð. gagnlegt að skoða sameinað sveitarfélag hefði upp á að bjóða.

„Við teljum gagnlegt að byrja á því að greina kostina sem svæðið hefur upp á að bjóða, Suðurnesin eru heiti potturinn í dag. Við viljum fá vísindalega greiningu á kostum og tækifærum svæðisins og þegar hún liggur fyrir tökum við samræðu og síðan næstu skref. Ef það leiðir til þess að það myndist tækifæri til sameiningar þá er það vel ,“ segir Skúli Skúlason sem hefur farið fyrir hópnum. Aðrir í hópnum eru Pétur Pálsson, Margrét Sanders og Guðfinna Bjarnadóttir. Þau eru öll þekkt fyrir sín störf í samfélaginu.

„Við tökum við þessu spennandi verkefni af auðmýkt og virðingu. Hluti af verkefni skóla er að mennta fólk og við lifum í upplýsingasamfélagi og meginhluti af námi nemenda t.d. á Háskólabrú er að sækja upplýsingar og geta sett þær fram á skilvirkan og læsilegan hátt. Því er þetta spennandi verkefni sem bíður þeirra, alvöru verkefni með góðum hópi, verkefni sem tengir samfélagið á Suðurnejsum,“ segir Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024