Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vilja funda með Mílu um fjarskiptamastur
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
mánudaginn 12. desember 2022 kl. 12:53

Vilja funda með Mílu um fjarskiptamastur

Fjarskiptafyrirtækið Míla hefur sótt um byggingarleyfi fyrir stálmastur við Víkurbraut 25 í Grindavík. Um er að ræða 18 metra hátt mastur ásamt fjarskiptabúnaði við tækjarými fyrirtækisins að Víkurbraut 25. Tilgangur mastursins er að hýsa fjarskiptabúnað sem verður aðstaða fyrir farsímafyrirtæki til að efla og bæta farsímaþjónustu fyrir íbúa og gesti Grindavíkur.

Skipulagsnefnd Grindavíkur segir að lóðin við Víkurbraut 25 er á svæði merktu S4 í aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018–2032. Svæðið er ætlað undir samfélagsþjónustu, m.a. fyrir stofnanir eða fyrirtæki sem veita almenna þjónustu við samfélagið. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið. Skipulagsnefndin óskar eftir frekari kynningu á áformunum og sviðsstjóra skipulagsmála hefur verið falið að boða umsækjanda á fund nefndarinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024