Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vilja fund um hjúkrunarþjónustu aldraðara
Laugardagur 29. ágúst 2015 kl. 08:00

Vilja fund um hjúkrunarþjónustu aldraðara

Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, hefur sent sveitarstjórnum á Suðurnesjum tölvupóst þar sem komið er á framfæri beiðni bæjarstjórnar Garðs að haldinn verður sameiginlegur fundur bæjarstjórna sveitarfélaganna á Suðurnesjum, þar sem fjallað verði um hjúkrunarþjónustu aldraðara á svæðinu.

Í póstinum er lagt til að fundurinn verði haldinn 17. september 2015.

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga lýsir yfir áhuga á málinu og er reiðubúið til þátttöku á fundinum og þá hefur bæjarstjórn Voga staðfest afgreiðslu bæjarráðs með öllum greiddum atkvæðum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024