Vilja fræða ungmenni um vörður
Sögu- og minjafélag Grindavíkur lagði fram erindi til umhverfis- og ferðamálanefndar Grindavíkur og óskaði eftir aðgerðum til að sporna við eyðileggingu á vörðum við Norðurhóp 12.
Nefndin bendir á að fornar vörður eru í eðli sínu viðkvæmar. Ef átt sé við vörðurnar þarf að gera slíkt af þekkingu ef halda á í upprunaleika þeirra, ekki sé til sérstök áætlun um viðhald á vörðum í Grindavík og leggur nefndin til þess að sett verði upp skilti og að ungmenni verði frædd um vörður og tilgang þeirra.