Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vilja fjarlægja merki EFF undir eins
Mánudagur 10. ágúst 2015 kl. 12:23

Vilja fjarlægja merki EFF undir eins

– málinu frestað og fær frekari úrvinnslu í bæjarráði Sandgerðis

„Á 350. fundi bæjarstjórnar samþykkti bæjarstjórn Sandgerðisbæjar samhljóða kaup Sandgerðisbæjar á eldri byggingu Grunnskóla Sandgerðis og íþróttamiðstöð af Eignarhaldsfélaginu Fasteign. Því teljum við að fjarlægja eigi stein við íþróttamiðstöð sem settur var upp í tilefni samstarfs okkar við EFF undir eins þar sem samstarfi Sandgerðisbæjar við EFF er lokið“.

Þetta kemur fram í tillögu B-lista sem tekin var fyrir á síðasta fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Afgreiðslu málsins var frestað og því vísað til frekari vinnslu í bæjarráði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bæjarstjórn Sandgerðis samþykkti seint á síðasta ári að taka lán hjá Íslandsbanka hf. að fjárhæð kr. 1.000.000.000.- vegna endurkaupa á Íþróttamiðstöð Sandgerðisbæjar og eldri byggingu Grunnskóla Sandgerðis af Eignarhaldsfélaginu Fasteign. Lánið er verðtryggt lán til 30 ára. Með kaupum á þessum eigum hefur Sandgerðisbær eignast allar þær fasteignir sem EFF átti áður í sveitarfélaginu.