Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vilja fá verkfallsréttinn aftur
Föstudagur 23. október 2015 kl. 09:42

Vilja fá verkfallsréttinn aftur

– lögreglumenn eru farnir að leita að öðrum störfum og íhuga uppsagnir

Félagsfundur Lögreglufélags Suðurnesja, sem haldinn var síðdegis í gær, hefur sent frá sér ályktun þar sem segir:

„Við viljum byrja á að lýsa yfir fullu trausti við samninganefnd Landsambands lögreglumanna og þakka þeim fyrir þeirra störf fram að þessu.

Við viljum einnig hvetja lögreglumenn á landinu öllu til að halda samstöðunni áfram. Einnig förum við fram á að grunnlaun hjá nýútskrifuðum lögreglumanni verði 410.000.- líkt og þau ættu að vera miðað við samninga sem gerðir voru við LL árið 1986. Þá hvetjum við ríkið til að standa við þann samning sem gerður var.

Það er staðreynd að lögreglumenn eru farnir að leita að öðrum störfum og íhuga uppsagnir. Heilsu okkar fer hrakandi sökum álags og er það skelfileg staðreynd.
Félagsmenn skora á félag lögreglustjóra og félag yfirlögregluþjóna til að standa við og minna á fyrri ályktanir sem þau hafa sent frá sér.

Jafnframt er það skýr krafa okkar að við viljum fá verkfallsréttinn aftur.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024