Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vilja fá unga fólkið á kjörstað
Miðvikudagur 16. maí 2018 kl. 11:08

Vilja fá unga fólkið á kjörstað

Rödd unga fólksins í Grindavík er nýtt framboð í sveitarfélaginu fyrir komandi sveitarstjórnarskosningar sem fram fara þann 26. maí. Rödd unga fólksins hefur gert myndband en þar hvetja yngstu frambjóðendur flokksins unga fólkið til þess að mæta á kjörstað og kjósa en dræm kosningaþáttaka hefur verið á meðal ungs fólks undanfarin ár á landsvísu.
Þau útskýra meðal annars hvað útsvar er en í Grindavík búa 560 manns á aldrinum 18-29 ára og segja þau því að ungt fólk geti haft áhrif þar sem að fjöldi þeirra sé 1/4 af atkvæðum í bæjarfélaginu.

Myndbandið frá Rödd unga fólksins má sjá hér að neðan.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024