Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 2. júní 2004 kl. 14:08

Vilja endurskoða aðild Reykjanesbæjar að SSS

Bæjarfulltrúar allra flokka í bæjarstjórn Reykjanesbæjar gagnrýna harðlega þá ákvörðun sveitarstjórna Garðs, Sandgerðis og Grindavíkur að hafna sameiningu sveitarfélaga á svæðinu. Nefnd um sameiningu sveitarfélaga sendi Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum bréf þar sem óskað var eftir tillögum sveitarfélaga á Suðurnesjum um sameiningarkosti. Grindavík, Sandgerði og Garður höfnuðu sameiningu alfarið en ekki barst svar frá Vogum á Vatnsleysuströnd.
Kjartan Már Kjartansson bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins sagði á bæjarstjórnarfundi í gær að skoða þyrfti samstarf sveitarfélaganna í Sambandi Sveitarfélaga á Suðurnesjum þar sem stærstur hluti kostnaðar sambandsins væri á herðum Reykjanesbæjar.
Guðbrandur Einarsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar sagði að miðað við þær undirtektir sem Garður, Sandgerði og Grindavík sýndu sameiningarhugmyndum ætti Reykjanesbær að skoða það alvarlega að draga sig út úr Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum. Taldi Guðbrandur eina ástæðu þess að sveitarfélögin hafni sameiningu sé seta þeirra í Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Böðvar Jónsson formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og stjórnarmaður í Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum sagði að hann teldi eðlilegt að samstarf sveitarfélaga á svæðinu yrði skoðað.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024