Vilja endurreisn Festi
Í Grindavík er áhugi á meðal heimamanna um endurreisn félagsheimilisins Festi og hefur sérstakur áhugahópur verið stofnaður um málefnið. Hópurinn hefur fundað með bæjarstjóra og sent formlegt erindi til bæjaráðs, sem hefur falið tæknideild að meta ástand hússins. Bæjarvefur Grindavíkur www.grindavik.is greinir frá þessu.
„Það er ömurlegt að sjá þetta hús grotna niður, sem hefur verið samastaður okkar Grindvíkinga á stundum gleði og sorgar,“ hefur vefurinn eftir Eiríki Tómassyni, útgerðarmanni og einum úr áhugahópnum.
Sjá nánar hér.
Mynd - Festi hefur m.a. verið skotspónn skemmdarvarga upp á síðkastið. Það er lítil reisn yfir þessu fornfræga félagsheimili nú um stundir og því vill hópur bæjarbúa breyta.