Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vilja Elliða frekar en Ragnheiði Elínu
Mánudagur 18. júlí 2016 kl. 15:14

Vilja Elliða frekar en Ragnheiði Elínu

67,5% líklegri til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef Elliði leiðir listann

Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi eru mun líklegri til að kjósa flokkinn ef Elliði Vignisson verður þar í fyrsta sæti, fremur en Ragnheiður Elín Árnadóttir Iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Þetta kemur fram Í nýlegri könnun sem stuðningsmenn Elliða létu Maskínu vinna. Þar sögðust 67,5% líklegri til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef Elliði leiddi listann í stað Ragnheiðar Elínar oddvita flokksins.

Úrtak könnuninnar var 529 kjósendur í Suðurkjördæmi. Rúmlega 61% þeirra sem tóku afstöðu til þessara tveggja einstaklinga vildu heldur að Elliði, sem er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, leiddi lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi en Ragnheiður Elín. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Könn­un­in var lögð fyr­ir þjóðgátt Maskínu á net­inu. Íslend­ing­ar af báðum kynj­um á aldr­in­um 18-75 ára í Suður­kjör­dæmi tóku þátt. Spurt var tveggja spurn­inga:

1.Hvort vilt þú að Elliði Vign­is­­son bæj­­­ar­­stjóri í Vest­­manna­eyj­um eða Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir ráð­herra leiði lista Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins í Suð­ur­­­kjör­­dæmi í næstu Alþing­is­­kosn­­ing­um?

2. Vær­ir þú lík­­­legri eða ólík­­­legri til að kjósa Sjálf­­stæð­is­­flokk­inn í næstu Alþing­is­­kosn­­ing­um ef Elliði Vign­is­­son myndi leiða list­ann í Suð­ur­­­kjör­­dæmi en ekki Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir?