Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vilja ekki loftnet á grunnskólann
Þriðjudagur 21. febrúar 2023 kl. 07:11

Vilja ekki loftnet á grunnskólann

Skipulagsnefnd Grindavíkur hafnar því að fjarskiptamastur eða fjarskiptaloftnet verði sett á Grunnskóla Grindavíkur við Ásabraut 2 í Grindavík. Skipulagsnefnd leggur til við Íslandsturna, sem sendi nefndinni fyrirspurn um staðsetningu á fjarskiptaloftneti, að þeir skoði að setja upp loftnet við hafnarsvæði.

„Lagt er til að fjarskiptafyrirtækin komi sér saman um staðsetningu á hafnarsvæðinu,“ segir í fundargerð nefndarinnar og sviðsstjóra falið að vinna málið áfram með það að markmiði að finna stað sem aðilar geta nýtt sameiginlega.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Skipulagsnefnd hafnaði á sama fundi umsókn um byggingarleyfi frá Íslandsturnum við Víkurbraut 25, þ.e. að fjarskiptamastur verði sett við húsið. „Lagt er til að fjarskiptafyrirtækin komi sér saman um staðsetningu á hafnarsvæðinu,“ segir í afgreiðslu málsins.