SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Fréttir

Vilja ekki loftnet á grunnskólann
Þriðjudagur 21. febrúar 2023 kl. 07:11

Vilja ekki loftnet á grunnskólann

Skipulagsnefnd Grindavíkur hafnar því að fjarskiptamastur eða fjarskiptaloftnet verði sett á Grunnskóla Grindavíkur við Ásabraut 2 í Grindavík. Skipulagsnefnd leggur til við Íslandsturna, sem sendi nefndinni fyrirspurn um staðsetningu á fjarskiptaloftneti, að þeir skoði að setja upp loftnet við hafnarsvæði.

„Lagt er til að fjarskiptafyrirtækin komi sér saman um staðsetningu á hafnarsvæðinu,“ segir í fundargerð nefndarinnar og sviðsstjóra falið að vinna málið áfram með það að markmiði að finna stað sem aðilar geta nýtt sameiginlega.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Skipulagsnefnd hafnaði á sama fundi umsókn um byggingarleyfi frá Íslandsturnum við Víkurbraut 25, þ.e. að fjarskiptamastur verði sett við húsið. „Lagt er til að fjarskiptafyrirtækin komi sér saman um staðsetningu á hafnarsvæðinu,“ segir í afgreiðslu málsins.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025